Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

9. júní 2020

Þessi frétt er meira en árs gömul

Framkvæmdir á Vesturlandsvegi í Mosfellsbæ

Vegna framkvæmda á Vesturlandsvegi í Mosfellsbæ, þ.e. á milli Skarhólabrautar og Langatanga, er viðbúið að umferðin þar gangi hægar fyrir sig í sumar enda verður umferð á einni akrein í hvora átt á meðan á þessu stendur. Vegfarendur eru minntir á að sýna aðgát og virða leyfðan hámarkshraða, sem verður lækkaður niður í 50 km/klst.

Breytingar á umferðarskipulagi hefjast kl 19 í kvöld, þriðjudaginn 9. júní, og standa yfir næstu daga.

Heimasíða Vegagerðarinnar