3. nóvember 2022
3. nóvember 2022
Þessi frétt er meira en árs gömul
Framkvæmdir á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi
Í dag, fimmtudag, þarf að stöðva umferð á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi (við Valhólma) í stutta stund í nokkur skipti frá kl. 14.30 – 15.30. Þar er unnið að tvöföldun Vesturlandsvegar, en hluti af því er að koma niður tveimur stálundirgöngum undir nýjan veg og gamla hringveginn. Önnur undirgöngin eru við Valhólma, en þar liggur klöppin nokkuð hátt og því er þörf á að sprengja rás í hana.
Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda vegfarendum.