Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

12. júlí 2012

Þessi frétt er meira en árs gömul

Framkvæmdir á Vesturlandsvegi

Í kvöld eru fyrirhugaðar malbikunarframkvæmdir í hringtorgi á mótum Vesturlandsvegar og Korpúlfsstaðavegar, sem og á aðliggjandi vegum. Vegna þessa verður hringtorgið lokað að hluta, Korpúlfsstaðavegur verður lokaður frá Barðastöðum og Vesturlandsvegur þrengdur í eina akrein í hvora átt frá klukkan 21 og fram eftir nóttu. Settar verða upp merktar hjáleiðir. Vegfarendur eru beðnir um að sýna aðgát.