26. september 2011
26. september 2011
Þessi frétt er meira en árs gömul
Framkvæmdir á Vesturlandsvegi
Á þriðjudag og miðvikudag er fyrirhugað að vinna við fræsingar og malbikun á vegöxlum á Vesturlandsvegi, ef veður leyfir. Um er að ræða framkvæmdakafla frá Blikastaðavegi að Höfðabakkabrú. Fræsing og malbikun mun hefjast á milli kl 9 og 10 í fyrramálið en verkinu lýkur síðdegis á miðvikudag, ef allt gengur eftir. Þrengingar verða meðan á framkvæmd stendur og verður tímabundin truflun á umferð. Framkvæmdakaflinn er um 4 km. Akbrautin er með tveimur akreinum.