29. júní 2020
29. júní 2020
Þessi frétt er meira en árs gömul
Framkvæmdir á Suðurlandsbraut í Reykjavík
Í dag hefur verið unnið við framkvæmdir á Suðurlandsbraut í Reykjavík, þ.e. frá Vegmúla að Skeiðarvogi. Akreinar í austurátt hafa verið lokaðar af þeim sökum. Ekki er ljóst hvenær vinnu lýkur þarna í dag og því ættu þeir sem eru vanir að fara þarna um á heimleið eftir vinnu að finna sér aðra akstursleið að þessu sinni.