Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

12. ágúst 2019

Þessi frétt er meira en árs gömul

Framkvæmdir á Strandgötu í Hafnarfirði

Eftir hádegi í dag, mánudaginn 12. ágúst, verður þrengt að umferð á tæplega 100 metra kafla á Strandgötu í Hafnarfirði, undir Reykjanesbraut, vegna framkvæmda og mun þetta ástand vara í um eina viku. Á umræddu tímabili verður umferð á þessum stað stýrt með umferðarljósum, líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd. Ökumenn eru beðnir um að virða merkingar og sýna þolinmæði og tillitssemi.

Um er að ræða framkvæmdir við vestanverðan stoðvegg, en göngustígur við Strandgötu helst óbreyttur meðan á þessu stendur, segir í tilkynningu verktakans.