15. maí 2017
15. maí 2017
Þessi frétt er meira en árs gömul
Framkvæmdir á Reykjanesbraut
Í dag er stefnt að því að fræsa og malbika Reykjanesbraut til austurs, frá Smáralind og að Breiðholtsbraut. Malbika á vinstri akrein og verður akreinin lokuð á meðan. Þrengt verður að umferð og má búast við lítilsháttar umferðartöfum. Áætlað er að framkvæmdirnar standi yfir til kl. 18.
Vegfarendur eru beðnir um að virða lokanir og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.