Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

22. júlí 2020

Þessi frétt er meira en árs gömul

Framkvæmdir á Miklubraut og Vesturlandsvegi í kvöld

Þessa dagana er verið að malbika og fræsa víða á höfuðborgarsvæðinu og því verður haldið áfram af krafti í kvöld, en frá kl. 18 er fyrirhugað að malbika tvo kafla á Miklubraut. Annars vegar frá og með gatnamótum Háaleitisbrautar að gatnamótum við Grensásveg og hins vegar frá mislægum gatnamótum við Skeiðarvogsbrú að mislægum gatnamótum við Reykjanesbraut. Þrengt verður í eina akrein, en áætlað er að þessu verði lokið kl. 3 í nótt. Á sama tíma er stefnt á að fræsa hægri akrein á Vesturlandsvegi, frá beygjurampi við Suðurlandsveg að beygjurampi við Höfðabakka. Þrengt verður í eina akrein og rampar upp á Suðurlandsveg og Höfðabakka verða lokaðir.

Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin, sem eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.