22. maí 2019
22. maí 2019
Þessi frétt er meira en árs gömul
Framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu
Sumarið er tími framkvæmda þegar gatnakerfið er annars vegar og þegar má sjá vinnuflokka víða að störfum. Vegfarendur eru því beðnir um að fara sérstaklega varlega þar sem framkvæmdir standa yfir, en í dag verður fræsað og malbikað á ýmsum stöðum í umdæminu. Þar má nefna frárein af Skeiðarvogi niður á Miklubraut til austurs, hringtorg á Vífilsstaðavegi við Vífilsstaði, Kleppsmýrarvegur (á milli Sæbrautar og Súðarvogs), vestast í Borgartúni (meðfram kínverska sendiráðinu) og austast í Borgartúni síðdegis og fram á kvöld.