Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

7. júlí 2023

Þessi frétt er meira en árs gömul

Framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu

Það eru framkvæmdir víða á höfuðborgarsvæðinu þessa dagana, en í kvöld er stefnt á að malbika akrein í Ártúnsbrekku til austurs. Þrengt verður í eina akrein meðfram vinnusvæði, en beygjurampar af Sæbraut og Reykjanesbraut inn á Miklubraut til austurs verða lokaðir. Einnig verða beygjureinar niður á Rafstöðvarveg og Veiðimannaveg lokaðar. Gert er ráð fyrir að vinnan standi yfir frá kl. 19 til 5 í nótt.

Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin, sem eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.