Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

16. ágúst 2021

Þessi frétt er meira en árs gömul

Framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu

Vegna vinnu við hljóðmön á Vesturlandsvegi verður þrengt að umferð frá kl. 9-12 í dag á akrein sem liggur til suðurs frá strætóvasa og að Skarhólabraut. Í kvöld verður unnið við malbikun á Nýbýlavegi á akrein til vesturs, milli Grænatúns/Þverbrekku og Birkigrundar/Hjallabrekku. Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 17.30-01. Í dag verður Fjarðargata lokuð frá Linnetsstíg að Bæjartorgi vegna lagnavinnu. Unnið er að framkvæmdum við hringtorgið Bæjartorg við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði. Þrengt verður að umferð og hraði tekinn niður í 30 km/klst. Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 7.30-16.30 alla daga út ágústmánuð. Og loks er fyrirhugað að malbika í Rofabæ í dag, milli Hraunbæjar og Bæjarbrautar.