Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

15. júní 2021

Þessi frétt er meira en árs gömul

Framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu

Vegna fræsingar á malbiki verður Hafnarfjarðarvegi í gegnum Garðabæ lokað frá kl. 20 í kvöld til kl. 05 í fyrramálið. Ökumönnum er bent á merktar hjáleiðir um Reykjanesbraut.

Í kvöld og nótt er enn fremur stefnt á malbikun 900 m langrar vinstri akreinar á Vesturlandsvegi til norðurs, frá Húsasmiðjunni í Grafarholti. Akreininni verður lokað og hraði lækkaður. Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 20 til kl. 03.