Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

17. júlí 2019

Þessi frétt er meira en árs gömul

Framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu

Á morgun, fimmtudaginn 18. júlí, er fyrirhugað að malbika Fífuhvammsveg í Kópavogi, á milli Arnarnesvegar og Fífunnar/Fífutorgs, ef veður leyfir, en gert er ráð fyrir að framkvæmdirnar standi yfir frá kl. 9 – 17 og er vegfarendum bent á hjáleið um Smárahvammsveg. Á morgun eru sömuleiðis áformaðar malbiksviðgerðir á Laugavegi, á milli Katrínartúns og Nóatúns, frá kl. 8.30. Einnig er stefnt að malbiksviðgerðum á beygjurein á Laugavegi til norðurs að Kringlumýrarbraut. Vegfarendur eru minntir á að fara varlega og sýna þolinmæði og tillitssemi.