Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

4. júlí 2019

Þessi frétt er meira en árs gömul

Framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu

Í dag er stefnt að því að malbika á Reykjanesbraut á milli Stekkjarbakka og Mjóddarinnar. Áætlað er að framkvæmdirnar standi yfir frá kl. 9.30 – 14. Einnig er fyrirhugað að malbika á Reykjanesbraut á milli Smáralindar og Breiðholtsbrautar frá kl. 14 – 17 í dag. Malbikuð verður ein akrein í einu. Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin, sem eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.