Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

2. júní 2025

Framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu 2.júní

Hafin er vinna vegna vegriðauppsetningar á miðeyju á Sæbraut i Reykjavík, á milli Skeiðarvogs og Súðarvogs.

Byrjað verður í suðurátt frá Skeiðarvogi og verður annarri akreininni lokað með púðabíl og hraðinn tekin niður í 30 km. Áætlað er að verkið taki nokkra daga. Vegfarendur eru beðnir um að sýna aðgát og tillitssemi.

Þá verður unnið í Hvalfjarðargöngunum dagana 2. – 4. júní frá klukkan 21 – 06. Ökumenn eru minntir á að aka varlega og sýna aðgát. Fylgdarakstur verður á meðan vinnu stendur.