9. október 2020
9. október 2020
Þessi frétt er meira en árs gömul
Framkvæmdir á Hafnarfjarðarvegi
Á morgun, laugardaginn 10. október, frá kl. 8-18 verður unnið við vegamót Hafnarfjarðarvegar og Vífilsstaðavegar. Umferð um Hafnarfjarðarveg, til suðurs, verður beint um hjáleið eftir Vífilsstaðavegi og Hraunsholtsbraut inn í Engidal. Búast má við töfum vegna þessa.