Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

18. september 2011

Þessi frétt er meira en árs gömul

Framkvæmdir á Hafnarfjarðarvegi

Mánudaginn 19. september hefjast framkvæmdir á Hafnarfjarðarvegi við gatnamót Álftanesvegar í Engidal. Unnið verður að rýmkun gatnamótanna og breytingu á umferðaljósum. Einnig verða framkvæmdir norðan Vífilsstaðavegar þar sem gerð verður frárein að Goðatúni.

Áætluð verklok eru 15. desember 2011. Vegfarendur eru beðnir að sýna fyllstu aðgát og fylgja þeim umferðamerkingum sem uppi eru hverju sinni.