Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

20. júlí 2018

Þessi frétt er meira en árs gömul

Framkvæmdir á Breiðholtsbraut

Á morgun, laugardaginn 21. júlí, hefst uppsteypa brúargólfs nýrrar göngubrúar yfir Breiðholtsbraut, milli Seljahverfis og Fellahverfis. Gert er ráð fyrir að framkvæmdirnar standi yfir frá kl. 7.30 – 14.30, en á meðan þeim stendur verður Breiðholtsbraut lokuð milli gatnamóta Seljaskóga og Jaðarsels ásamt því að aðgangur frá Norðurfelli verður lokaður.

Vegfarendum er bent á hjáleið um Seljabraut og að fylgjast með vegmerkingum.