Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

1. desember 2006

Þessi frétt er meira en árs gömul

Framkvæmdarstjóri rekstrar ráðinn til ríkislögreglustjóra

Ríkislögreglustjóri hefur ráðið Jónas Inga Pétursson sem framkvæmdarstjóra rekstrar hjá embætti ríkislögreglustjóra frá og með 1. janúar 2007. Jónas lauk B.A. prófi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands árið 1998 og MBA prófi frá Norwegian School of Management í Osló árið 2002. Jónas hefur starfað á rekstrar- og fjármálaskrifstofu dóms- og kirkjumálaráðuneytisins frá árinu 2002.