Fara beint í efnið

27. október 2023

Fræðsla um undirbúning starfsloka - myndband

TR hélt opinn fræðslufund fyrir Ísfirðinga og nágranna 25. október sl. um undirbúning fyrir töku ellilífeyris í Nausti, sal félags eldri borgara undir yfirskriftinni: Allt um ellilífeyri – þetta þarf ekki að vera flókið.

hoppandi hán

TR þakkar Ísfirðingum fyrir þátttökuna og góðar móttökur. Fræðslufundinum var fyrst og fremst ætlað að vera góður vegvísir fyrir þau sem eru að huga að starfslokum.

Okkur finnst mikilvægt að ná til fólks á öllu landinu og eru opnir fræðslufundir á landsbyggðinni liður í því. Fleiri fræðslufundir undirbúning starfsloka eru fyrirhugaðir og verða þeir auglýstir síðar. Ef félagasamtök eða vinnustaðir vilja fá fræðslu af þessu tagi er velkomið að hafa samband við okkur.

Upptaka af námskeiði um upphaf töku ellilífeyris

Í september var haldið námskeið í streymi um töku ellilífeyris, þar var gestafyrirlesari Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi, sem ræddi m.a. um lífeyrissjóðina, ólíkar tegundir séreignarsparnaðar, skattamál, erfðamál o.fl.

Upptöku af námskeiðinu má sjá hér.