Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

25. september 2020

Þessi frétt er meira en árs gömul

Förum varlega

Lögreglan minnir alla á að fara varlega í umferðinni í dag og flýta sér hægt! Gangandi og hjólandi vegfarendur eru sérstaklega minntir á að búa sig vel, en það er kalt á höfuðborgarsvæðinu þennan morguninn. Núna er líka kominn sá tími að hlutir eins og rúðusköfur þurfa að vera á sínum stað, en hætt er við að einhverjir hafi þurft að grípa til þeirra í morgun.