30. júní 2022
30. júní 2022
Forsjáraðilar fá sjálfkrafa aðgang að Heilsuveru barna sinna
Nú í vor hóf Þjóðskrá Íslands að miðla upplýsingum um forsjá og vensl á rafrænan hátt. Sú breyting verður þá á Heilsuveru að hætt verður að notast við svo kölluð fjölskyldunúmer og lögheimili til að tengja börn við forsjáraðila
Nú í vor hóf Þjóðskrá Íslands að miðla upplýsingum um forsjá og vensl á rafrænan hátt. Sú breyting verður þá á Heilsuveru að hætt verður að notast við svo kölluð fjölskyldunúmer og lögheimili til að tengja börn við forsjáraðila og rafræna upplýsingaskráin um forsjá og vensl verður tekin upp. Við þessa breytingu munu báðir forsjáraðilar fá sjálfkrafa aðgang að Heilsuveru síns barns en aðgangur er tengist lögheimili barns mun ekki lengur vera í gildi. Ráðgert er að breytingin taki gildi í kring um mánaðamótin júní – júlí.