Fara beint í efnið

30. mars 2023

Forsetinn í heimsókn og gjafir frá Suðra til HSU í Vík

Ánægjulegur dagur á Heilsugæslustöðinn í Vík í Mýrdal

Heimsókn í Vík

28. mars s.l. var ánægjulegur dagur á heilsugæslustöðinni í Vík í Mýrdal. Þá kom forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson í heimsókn ásamt sinni góðu konu Elizu Reid, en þau voru í opinberri heimsókn í Mýrdalshreppi dagana 28. og 29. mars og heimsóttu stofnanir og fyrirtæki á svæðinu.

Við þetta tækifæri mættu félagar í Linsklúbbnum Suðra og afhentu heilsugæslustöðinni í Vík líkamsmælingartæki að gjöf. Suðra félagar hafa í gegnum tíðna verið einstaklega duglegir að gefa til heilsugæslunnar. Helga Þorbergsdóttir hjúkrunarstjóri lét þess getið að nýlega hefði önnur höfðingleg gjöf borist heilsugæslustöðinni frá eigendum Hótels Dyrólaeyjar, þar var um að ræða nýtt hjartalínuritstæki.

Hlýhugur og stuðningur heimamanna við Heilsugæslustöðina verður seint fullþakkaður.

heimsókn í vík
heimsókn í vík 2