27. janúar 2023
27. janúar 2023
Forseti Íslands heimsótti Móberg
Fengum einstaklega ánægjulega heimsókn í gær þann 12. janúar 2023, þegar forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson mætti til að horfa á HM handboltaleikinn með íbúum á hjúkrunarheimilinu Móbergi.
Spennandi og skemmtilegur fyrsti leikur íslenska liðsins sem fór með sigur að hólmi og fær liðið baráttukveðjur frá öllum á HSU. Fengum forsetann til að árita bolta af tilefni heimsóknarinnar og verður hann varðveittur á Móbergi um ókomna tíð.
Þökkum forsetanum innilega fyrir heimsóknina og látum texta af facebook síðu hans um heimsóknina fylgja hér með:
„Frábær sigur hjá strákunum okkar í kvöld! Ég naut þess að horfa á leikinn með íbúum á Móbergi, dvalarheimilinu góða á Selfossi. Sá bær er mögnuð útungunarstöð öflugra handboltakappa, örugglega nálægt heimsmeti í fjölda landsliðsmanna miðað við fólksfjölda. Lið Íslands bar sorgarband vegna andláts Karls G. Benediktssonar, fyrrverandi leikmanns og landsliðsþjálfara. Blessuð sé minning hans.
Ég þakka íbúum og starfsliði Móbergs gestrisni þeirra og góðvild. Þau senda baráttukveðjur til liðsins okkar úti. Sigurinn í kvöld lofar góðu fyrir framhaldið. Nú er það næsti leikur gegn öflugum Ungverjum á laugardag. Áfram Ísland!“