Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

22. desember 2022

Þessi frétt er meira en árs gömul

Formlegri leit í Þykkvabæjarfjöru hætt

Formlegri leit að Renars Mezgalis sem fæddur var þann 11. júlí 2000 og hefur verið saknað frá því að bifreið hans fannst flæðarmálinu í Þykkvabæjarfjöru þann 16. desember s.l. hefur verið hætt. Talið er að hann hafi lent í sjónum þar og sé látinn. Renars var ókvæntur og barnlaus.

Björgunarsveitir hafa undanfarna daga leitað ströndina allt frá Þorlákshöfn og austurum ásamt því að áhafnir þyrlu Landhelgisgæslu hafa leita úr lofti og nú síðast í dag frá Knarrarósvita að Hjörleifshöfða en án árangurs. Áformað er að farnar verði eftirlitsferðir á leitarsvæðinu eftir því sem veðurfarslegar aðstæður og snjóalög leyfa á næstunni.

Renars Mezgalis