15. febrúar 2010
15. febrúar 2010
Þessi frétt er meira en árs gömul
Fólkið fundið heilt á húfi
Fólkið sem leitað var að á Langjökli í gærkvöldi og í nótt fannst á jöklinum, heilt á húfi um hálf tvö í nótt. það hafði hrakist nokkuð af leið til suðurs og austurs frá þeim stað þar sem þau urðu viðskila við samferðamenn sína. Líðan þess er eftir atvikum en þeim var eðlilega orðið kalt enda aftakaveður á jöklinum, 18 til 20 metra vindur, mikill skafrenningur og um 10 stiga frost. Verið er að flytja þau með fjörgunarsveitarbíl til móts við sjúkrabíl inn undir Bláfellsháls.
Lögreglan á Selfossi þakkar þeim fjölmörgu sem að leitinni komu með einum eða öðrum hætti en það munu hafa verið um 300 manns af svæðinu frá Suðurlandi, vesturum og norður til Eyjafjarðar.