Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

17. nóvember 2025

Fölsk fyrirtækjalén íslenskra fyrirtækja notuð til fjársvika

Í síðasta mánuði fór að bera á nýrri tegund af tilraunum til fjársvika. Þá höfðu óprúttnir aðilar keypti sér lénaheiti sem líkjast íslenskum fyrirtækjaheitum og eru lénin láta líta út eins og þau tengist fyrirtækjunum. Lénaheitin voru á forminu fyrirtæki-ehf.is í staðinn fyrir bara fyrirtæki.is Þessi lén nota aðilarnir til að villa á sér heimildir og virðist það aðallega beinast að erlendum birgjum þessara íslensku fyrirtækja.

ISNIC, skráningarstofu .is veffanga á Íslandi, brást strax við og lokaði þeim lénum sem skrásett voru hér á landi. Brotamennirnir breyttu þá verklaginu og skrá lénin núna undir öðrum höfuðlénum eins og .com Núna virðist sem svikin beinist að erlendum birgjum íslenskra fyrirtækja, sem eru í heild- og smásölu með erlendar vörur. Enn er ekki vitað af neinu tjóni tengdum svona svikum, en lögreglan hvetur forsvarsmenn íslenskra fyrirtækja til að vera á varðbergi og upplýsa sína birgja eins og kostur er.

Hjá lögreglu eru þegar þekkt fjögur fyrirtækjaheiti, sem búin hafa verið til sviksamleg heiti á. Talið er að óprúttnir aðilar frá nokkrum löndum eigi þarna hlut að máli. Síðasta þekkta fyrirtækjanafnið var skráð með þessu hætti í síðustu viku.

Hafir þú eða teljir þig eða fyrirtæki þitt hafa orðið fyrir netglæp mælum við með því að þú tilkynnir það strax til þíns viðskiptabanka og með því að senda lögreglu tölvupóst á cybercrime@lrh.is