Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

3. janúar 2020

Þessi frétt er meira en árs gömul

Flýtum okkur hægt

Það er heldur vetrarlegt um að litast á höfuðborgarsvæðinu þennan morguninn og því er vissara að flýta sér hægt. Gangandi og hjólandi vegfarendur ættu jafnframt að klæða sig vel áður en þeir fara út til að sinna erindum dagsins.

Spáð er éljum með morgninum, en hægri norðlægri átt síðdegis. Það verður léttskýjað í dag og frost á bilinu 5-12 stig.