Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

17. september 2015

Þessi frétt er meira en árs gömul

Fleiri hraðakstursbrot í sumar en tvö síðastliðin sumur.

Hraðakstursbrot þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund voru 11.136 á tímabilinu maí til ágúst árið 2015. Þetta eru fleiri hraðakstursbrot en á sama tímabili árið áður og tvisvar sinnum fleiri en á sama tímabili árið 2013.

Meðalhraði þeirra sem teknir voru fyrir of hraðan akstur var sá sami í sumar og sumarið 2014 eða 109 km/klst. Árið 2013 var hann 111 km/klst.

Nánar um þetta í afbrotatíðindum ríkislögreglustjóra fyrir ágúst. Sjá hér.