Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

2. ágúst 2006

Þessi frétt er meira en árs gömul

Fjós og hlaða brunnu

Í morgun kl. 06:23 barst lögreglu tilkynning um að eldur væri í hlöðu og fjósi að bænum Húsatóftum á Skeiðum. Þegar að var komið reyndist mikill eldur í húsunum og brunnu þar inni um fjörutíu kýr og auk þess fjöldi hænsna.

Eiginlegu slökkvistarfi lauk um kl. 08:00 en brunavakt er við húsin og er nú að hefjast vinna við rannsókn eldsupptaka. Lögreglan á Selfossi hefur leitað eftir sérfræðiaðstoð frá Tæknideild Lögreglunnar í Reykjavík vegna þeirrar rannsóknar auk þess sem rannsóknarmenn frá Neytendastofu munu kanna sérstaklega möguleika á íkviknun út frá rafmagni. Vettvangurinn er yfirgripsmikill og mun þessi vinna taka nokkurn tíma.

Ljóst er að fjárhagslegt tjón af brunanum nemur tugum milljóna.