Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

29. október 2007

Þessi frétt er meira en árs gömul

Fjórtán teknir fyrir ölvunarakstur

Fjórtán ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Þrír voru stöðvaðir á föstudagskvöld, fimm á laugardag og sex á sunnudag. Ellefu voru teknir í Reykjavík og einn í Kópavogi, Hafnarfirði og Garðabæ. Þetta voru ellefu karlar á aldrinum 20-45 ára og þrjár konur, 17, 19 og 38 ára.

Þá voru þrír karlar, 19, 28 og 33 ára, teknir fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna. Tveir þeirra voru stöðvaðir í Reykjavík og einn í Mosfellsbæ en í bíl þess yngsta og á honum sjálfum fundust ætluð fíkniefni.