Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

15. september 2009

Þessi frétt er meira en árs gömul

Fjórtán líkamsárásir

Fjórtán líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglunnar um helgina. Helmingur þeirra, eða sjö, átti sér stað í miðborginni en hinar í eða við heimahús á ýmsum stöðum í borginni. Flestar líkamsárásanna voru minniháttar og einhverjir fóru heim með glóðarauga eða brotnar tennur eftir skemmtanir næturinnar. Af þeim sem voru fluttir á slysadeild má nefna karl á fertugsaldri sem var barinn í höfuðið með stól. Í fyrstu neitaði maðurinn alfarið að fara undir læknishendur en lét sér síðan segjast eftir miklar fortölur. Þá var karl á þrítugsaldri sleginn í andlitið með flösku en hinn slasaði var mjög æstur þegar lögreglan kom á vettvang. Fór svo að hann var handjárnaður svo hægt væri að koma honum á slysadeild en þar var gert að sárum hans.