28. mars 2011
28. mars 2011
Þessi frétt er meira en árs gömul
Fjórir teknir fyrir ölvunarakstur
Fjórir ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur í Reykjavík um helgina en þrír þeirra voru stöðvaðir í miðborginni. Þrír voru teknir aðfaranótt laugardags og einn aðfaranótt sunnudags. Þetta voru allt karlar en þeir eru á aldrinum 26-42 ára. Einn þeirra hafði þegar verið sviptur ökuleyfi.