22. júní 2022
22. júní 2022
Fjórði (örvunar) skammtur COVID-19 bóluefnis
Sóttvarnalæknir hvetur fólk til að þiggja fjórða skammtinn af COVID-19 bóluefni sérstaklega þeim sem eru 80 ára og eldri, heimilisfólki á hjúkrunarheimilum og yngri einstaklingum með undirliggjandi ónæmisvandamál.
Sóttvarnalæknir hvetur fólk til að þiggja fjórða skammtinn af COVID-19 bóluefni sérstaklega þeim sem eru 80 ára og eldri, heimilisfólki á hjúkrunarheimilum og yngri einstaklingum með undirliggjandi ónæmisvandamál. Aðrir sem þess óska geta einnig fengið fjórða skammtinn.
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins býður upp á opið hús í bólusetningar 21. júní til 1. júlí, milli kl. 13:00 og 15:00, virka daga, í Mjóddinni að Álfabakka 14a á 2. hæð.
Bólusett er í almannarými og það er grímuskylda. Notað er Pfizer bóluefnið en einnig verður hægt að fá Janssen ef óskað er.
Allar heilsugæslustöðvar bjóða upp á ákveðna bólusetningadaga og þar er hægt að panta tíma í síma 513-1700 eða í gegnum Mínar síður á heilsuvera.is.
Til að geta fengið fjórða skammt bóluefnisins þurfa að lágmarki fjórir mánuðir að hafa liðið frá þriðja skammti bóluefnisins.
Allir, 16 ára og eldri, sem fengu tvær grunnbólusetningar fyrir a.m.k. 4 mánuðum eru velkomnir í þriðja skammtinn. Allir sem eru óbólusettir eða vanbólusettir (hafa fengið einn skammt) eru sérstaklega hvattir til að mæta og ljúka bólusetningunni.
Þessir hópar eru hvattir til að bóka tíma í bólusetningu á heilsugæslustöð eða mæta í opið hús í Álfabakka 14a næstu tvær vikurnar.
Sjá nánar hér: Bólusetningar heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæði
Á landsbyggðinni er fólk hvatt til að skoða heimasíðu sinna heilsugæslustöðva eða hafa samband símleiðis til að panta bólusetningu.
Sóttvarnalæknir