19. október 2020
19. október 2020
Þessi frétt er meira en árs gömul
Fjögurra vikna síbrotagæsla
Átján ára piltur var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu, eða til 16. nóvember, að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Pilturinn, sem var handtekinn í gær, er grunaður um nokkur rán í Reykjavík um nýliðna helgi.