19. mars 2020
19. mars 2020
Þessi frétt er meira en árs gömul
Fjögurra vikna síbrotagæsla
Karlmaður um þrítugt var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu, eða til 16. apríl, að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn, sem hefur áður komið við sögu lögreglu, var handtekinn á vettvangi bruna í Veltusundi í Reykjavík í gærkvöld, en þar var tilkynnt um eld á skemmtistað um ellefuleytið.
Rannsókn málsins miðar vel.