Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

16. ágúst 2022

Þessi frétt er meira en árs gömul

Fjögurra vikna gæsluvarðhald

Karlmaður á fertugsaldri var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald, eða til 13. september, á grundvelli almannahagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á alvarlegum kynferðis- og ofbeldisbrotum.

Maðurinn, sem var handtekinn í byrjun mánaðarins, er grunaður um að hafa brotið gegn tveimur konum í aðskildum málum á höfuðborgarsvæðinu um verslunarmannahelgina. Úrskurðurinn hefur verið kærður til Landsréttar.

Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.