Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

23. janúar 2025

Fjölmenni á fundi um inngildandi samfélag

Þriðjudaginn 21. janúar stóðum við ásamt Barna- og fjölskyldustofu fyrir fræðslufundi undir yfirskriftinni: „Hvernig stuðlum við að inngildandi samfélagi fyrir börn og fjölskyldur með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn?“

Hægt er að nálgast upptöku af fundinum og glærur frá fyrirlesurum í fyrstu athugasemd hér að neðan.

Gríðarlegur áhugi var fyrir fundinum sem haldinn var á Teams, en um 400 manns frá ólíkum stofnunum velferðar- og menntamála um allt land, hlýddu á erindin. Þessi mikla þátttaka er til vitnis um mikinn áhuga á málefninu og um leið þörfina fyrir samtal, samræmingu og samvinnu um menntun og farsæld barna með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn.

Alls voru flutt fimm erindi frá eftirtöldum aðilum: Mennta og barnamálaráðuneytinu, Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, Svæðisstöð íþróttahéraða og velferðarsviði Reykjanesbæjar. Erindin fjölluðu m.a. um hvernig ólík kerfi og verkefni miða að því að styðja börn með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn til virkrar þátttöku í samfélaginu.

Glærur


Mennta og barnamálaráðuneytið og Miðstöð menntunar og skólaþjónustu:
MEMM – menntun, móttaka, menning. Samhæfing og samvinna í málefnum barna með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn. Fríða B. Jónsdóttir samhæfingarstjóri MEMM
Börn með rofna skólagöngu, Alda Áskelsdóttir ritstjóri
Heillaspor - Tengsla- og áfallamiðuð nálgun til að styðja við þroska, nám og farsæld barna í inngildandi skóla- og frístundastarfi. Bergdís Wilson leiðtogi

Svæðisstöðvar Íþróttahéraða: Hanna Carla Jóhannsdóttir, verkefnastjóri fjallar um nýlegt verkefni svæðisstöðvanna sem stuðlar að aukinni íþróttaþátttöku m.a. barna og ungmenna með annan tungumála og menningarbakgrunn

Reykjanesbær í krafti fjölbreytileikans:
Starf með börnum með flóttamannabakgrunn – Hilma Hólmfríður, teymisstjóri virkni og ráðgjafateymis og Vilborg Pétursdóttir teymisstjóri í barna- og fjölskylduteymi Reykjanesbæjar