16. október 2024
16. október 2024
Fiskistofa hlýtur viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar
Fiskistofa er á meðal þeirra 130 opinberu aðila og fyrirtækja sem hlutu viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar árið 2024.
Viðurkenninguna hljóta þátttakendur sem hafa að amk 40/60 hlutfall kynja í stjórnunarstöðum. Í yfirstjórn Fisksitofu sitja tvær konur og þrír karlmenn. Kynjahlutfall millistjórnenda hjá Fiskistofu er nokkuð jafnt, eða 45% konur og 55% karlmenn. Viðurkenninguna veitir Félag kvenna í atvinnulífinu (FKA).
Jafnvægisvogin heldur úti mælaborði þar sem finna má tölfræðilegar upplýsingar um jafnrétti kynja í stofnunum og fyrirækjum.