Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

18. október 2007

Þessi frétt er meira en árs gömul

Fimm teknir fyrir ölvunarakstur

Fimm ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu í gær og nótt. Þrír voru stöðvaðir í Reykjavík og tveir í Kópavogi. Þetta voru allt karlar. Fjórir þeirra eru á fertugsaldri en einn er tæplega sjötugur. Þá voru karl á þrítugsaldri og kona nálægt fertugu tekin fyrir aka undir áhrifum fíkniefna. Þau voru bæði stöðvuð í Reykjavík.

Tuttugu og sjö umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær en fjögur þeirra má rekja til ölvunaraksturs. Nokkrir árekstrar urðu á háannatíma í gærmorgun og hlutust af því talsverðar tafir en umferð á nokkrum stofnbrautum gekk mun hægar fyrir sig en venjulega.