12. júlí 2025
12. júlí 2025
Fimm í haldi í skotvopnamáli
Fimm karlar eru í haldi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna rannsóknar hennar á því að hleypt var af skotvopni á hóteli í miðborginni um ellefuleytið í gærkvöld.

Tilkynning um málið barst kl. 23.04 og var lögreglan með mikinn viðbúnað vegna alvarleika málsins, en í upphafi var greint frá því að skothvellir hefðu heyrst á hótelinu. Einn var handtekinn á staðnum og í framhaldinu fjórir til viðbótar, bæði á höfuðborgarsvæðinu og utan þess. Við rannsókn á vettvangi mátti sjá ummerki þess að hleypt var af skotvopni, auk þess sem skotvopn fundust á staðnum. Engan sakaði. Við aðgerðirnar naut embættið aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra og lögreglunnar á Suðurlandi.
Rannsókn málsins er á frumstigi og ekki er hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.