Fara beint í efnið

19. maí 2023

Græn skref í ríkisrekstri uppfyllt

Græn skref í ríkisrekstri

Græn

Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur lokið fimmta og síðasta skrefi Grænna skrefa í ríkisrekstri. Að baki hverju Grænu skrefi eru 25-40 aðgerðir svo mikið hefur unnist í umhverfismálum stofnunarinnar á þessum tíma.

Verkefnið hófst í desember 2021 sem þýðir að mikill gangur hefur verið í þessari vinnu meðal starfsfólks. Samkvæmt loftlagsstefnu HSU ætlar stofnunin að vera til fyrirmyndar í sjálfbærni og leggja sitt af mörkum í baráttunni við loftlagsbreytingar. Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur skuldbundið sig til að huga vel að öllum umhverfismálum innan stofnunarinnar og hefur útbúið verkferla og áætlanir í takt við það. 

Samkvæmt græna bókhaldinu sem skilað er inn til Umhverfisstofnunar ár hvert hefur stofnunin náð miklum árangri í úrgangsmálum, en flokkun hefur aukist ásamt því að blandaður úrgangur hefur minnkað. Einnig hefur orðið mikill samdráttur í losun frá akstri með tilkomu rafmagnsbíla.

Helstu markmið verkefnisins eru: 

  • Draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi stofnunarinnar

  • Efla umhverfisvitund starfsfólks

  • Draga úr rekstrarkostnaði 

  • Auka vellíðan starfsfólks og bæta starfsumhverfi þeirra 

Græn skref
Græn skref