10. nóvember 2008
10. nóvember 2008
Þessi frétt er meira en árs gömul
Fimm fíkniefnamál í Reykjavík
Fimm fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir helgina. Við sögu komu jafnmargir karlar en þeir voru allir teknir í Reykjavík, þrír í miðborginni og einn í Hlíðunum og Árbæ. Í fórum þeirra fannst ýmist hass, amfetamín eða marijúana. Tveir mannanna eru á þrítugsaldri, tveir á fimmtugsaldri og einn um tvítugt.