1. ágúst 2013
1. ágúst 2013
Þessi frétt er meira en árs gömul
Fíkniefni tekin um borð í Herjólfi
Við eftirlit lögreglu um borði í Herjólfi sem var að koma frá Landeyjahöfn til Vestmanneyja í gærkvöldi fundust ætluð fíkniefni í farangri manns um tvítugt. Um er að ræða maríhúana alls um 25 gr. sem maðurinn viðurkenndi að eiga og kvaðst ætla til einkanota. Maðurinn var frjáls ferða sinna að skýrslutöku lokinni og telst málið að mestu upplýst. Maðurinn hefur ekki áður komið við sögu lögreglu vegna fíkniefnamisferlis.