Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

2. mars 2015

Þessi frétt er meira en árs gömul

Fíkniefni og sterar fundust við húsleit

Lögreglan á Suðurnesjum hefur á síðustu dögum haft afskipti af nokkrum einstaklingum vegna fíkniefnamála. Í húsleit sem gerð var á heimili eins þeirra fundust e-töflur, kannabisefni, amfetamín og sterar. Sjálfur var maðurinn með tvær pakkningar af kannabisefnum í nærfatnaði sínum.

Á öðrum stað fannst lítilræði af fíkniefnum við húsleit.

Þriðji maðurinn var að koma með flugi frá Amsterdam, þegar tollverðir fundu kannabisefni í fórum hans og gerðu lögreglu viðvart. Reyndist vera um nokkur grömm að ræða og þurfti ferðalangurinn að greiða 54 þúsund krónur í sekt.