1. júlí 2009
1. júlí 2009
Þessi frétt er meira en árs gömul
Fíkniefni og peningaþvætti – áframhaldandi gæsluvarðhald
Karl á þrítugsaldri hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 17. júlí að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og er það gert á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Maðurinn er grunaður um aðild að innflutningi fíkniefna og peningaþvætti. Tveir aðrir karlar, annar á fimmtugsaldri en hinn á sextugsaldri, sátu í gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn lögreglu á sama máli. Sá yngri hefur nú hafið afplánun vegna annarra mála en sá eldri er laus úr haldi.