21. október 2011
21. október 2011
Þessi frétt er meira en árs gömul
Fíkniefni og fjármunir fundust við húsleit
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á tæplega 100 grömm af amfetamíni við húsleit í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti um miðja vikuna. Á sama stað var einnig að finna töluvert af peningum sem grunur leikur á að séu tilkomnir vegna fíkniefnasölu. Karl og tvær konur, sem öll eru á þrítugsaldri, voru handtekin í þágu rannsóknarinnar. Þau hafa áður komið við sögu hjá lögreglu, mismikið þó. Í fórum þeirra voru jafnframt fjölmargir munir sem grunur leikur á að séu þýfi og voru þeir sömuleiðis teknir í vörslu lögreglu
Fyrrnefnd aðgerð er liður í að hamla gegn sölu og dreifingu fíkniefna en sem fyrr minnir lögreglan á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.