10. febrúar 2011
10. febrúar 2011
Þessi frétt er meira en árs gömul
Fíkniefni í Vestmannaeyjum
Lögreglan í Vestmannaeyjum gerði húsleit í morgun á gistiheimilis í Vestmannaeyjum og fundust um 30 grömm af maríhúana. Aðili sem var þar með herbergi á leigu var handtekinn og færður í fangageymslu. Hann verður yfirheyrður síðar í dag. Einnig fundust um 70.000.- kr. af peningum sem voru haldlagðir. Aðili þessi hefur ekki áður komið við sögu lögreglunnar í Vestmannaeyjum vegna slíkra mála.