Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

2. september 2008

Þessi frétt er meira en árs gömul

Fíkniefni í bifreið sem kom með Norrænu

Við tollafgreiðslu Norrænu í dag fannst talsvert magn fíkniefna í bifreið sem kom með ferjunni. Að verkefninu komu auk tollgæslu- og lögreglumanna embættisins á Seyðisfirði, starfsmenn tollgæslunnar í Reykjavík og á Eskifirði. Notaðir voru fíkniefnahundar frá embættinu og tollstjóranum í Reykjavík. Fíkniefnahundur embættisins sannaði ágæti sitt. Málið er afrakstur samstarfs tollgæslunnar á Íslandi og í Færeyjum. Málið hefur verið afhent fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu til rannsóknar.