Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

3. desember 2008

Þessi frétt er meira en árs gömul

Fíkniefni haldlögð – sölumenn handteknir

Það sem af er árinu hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtekið 117 einstaklinga sem allir eru virkir sölumenn fíkniefna. Jafnframt hafa verið höfð afskipti af fjölmörgum öðrum sem allir eiga það sammerkt að nota fíkniefni. Við áðurnefndar aðgerðir hefur verið lagt hald á umtalsvert magn fíkniefna. Um er að ræða 3 kg af marijúana, um 1,5 kg af kókaíni og annað eins af hassi og rúmlega 1 kg af amfetamíni. Einnig hefur lögreglan lagt hald á yfir 600 e-töflur og ámóta magn af LSD skömmtum að ógleymdum 330 kannabisplöntum. Að auki hefur fíkniefnadeild LRH rannsakað allnokkur umfangsmikil mál og að öllu samanlögðu hefur aldrei áður verið lagt hald á eins mikið af fíkniefnum og á þessu ári.